Risaleikir í baráttunni um undanúrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 19:30 James Wade getur farið langt með að tryggja undanúrslitasætið með sigri annað kvöld vísir/getty Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira