Sigraði Hatari Eurovision? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 11:00 Hatari á því augnabliki þegar stigin til Íslands voru lesin og fánar Palestínu fóru á loft. Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision? Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Íþróttafréttamenn læra það snemma að maður getur ekki sigrað keppni. Maður getur unnið keppni, sigrað í keppni en aðeins sigrað andstæðinginn. Ísland sigrar Frakkland en Frakkar vinna HM. Þannig unnu Hollendingar Eurovision í gær og má segja að þeir hafi sigrað hin löndin 25. Matthías Tryggvi Haraldsson og félagar hans í Hatara hafa haldið því hátt á lofti í viðtölum undanfarnar vikur að þeir ætluðu að sigra Eurovision. Lítil málvilla, skiptir engu máli nema kannski fyrir fámennar Facebook-grúppur um málfar. Íslenskur blaðamaður gaukaði því að Matthíasi um daginn að hann væri að nota orðið sigra á rangan hátt. Maður sigraði bara andstæðing, en ekki keppni. Matthías var fljótur að til svars, óræður á þann hátt að ekki er skýrt hvort um grín sé að ræða, og benti á að kannski væri það Eurovision sem að Hatari væri að reyna að sigra. Leggja að velli. Hatari vann svo sannarlega ekki Eurovision en lenti í tíunda sæti sem er besti árangur Íslands í áratug. En sigraði Hatari mögulega Eurovision? Um það verða jafnskiptar skoðanir og á átökum Ísraela og Palestínumanna. Hatari skráði sig í það minnsta til leiks í Söngvakeppnina heima á Íslandi, vann hana, greindi frá boðskap sínum og andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu. Hér úti hafa þeir dansað á línu í viðtölum við fjölmiðla sem þó hafa getað rifjað upp fyrri ummæli. Þannig að skoðun þeirra var alveg ljós. En hún varð kristaltær í gærkvöldi þegar líklega um 200 milljónir manna, sem fæstar hafa heyrt um íslensku hljómsveitina Hatara, varð þess vís að hljómsveit frá Íslandi stæði með Palestínu í baráttunni við Ísrael. Eurovision bannar pólitískan áróður í keppnum sínum. Hatari braut reglurnar og ekki að sjá að Eurovision hafi neinar leiðir til að refsa sveitinni. Því má kannski spyrja hvort að Hatari hafi komið, séð og SIGRAÐ Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision?
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15 Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Liðsmenn íslenska Eurovision-hópsins voru brattir eftir að úrslitakvöldinu lauk. 19. maí 2019 00:15
Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. 19. maí 2019 00:36