Gerir ráð fyrir leigubílum án gjaldmæla og afnámi fjöldatakmarkana atvinnuleyfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2019 19:17 Núverandi lög um leigubifreiðar hafa verið í gildi síðan 2001. Vísir/Getty Drög að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar hér á landi hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frumvarpið er samið í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og er meðal annars ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt samningum evrópska efnahagssvæðisins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að frumvarpið byggi að mestu á tillögum starfshóps um endurskoðun regluverks um leigubifreiðaakstur sem skipaður var síðla árs 2017 og skilaði tillögunum af sér í formi skýrslu í mars á síðasta ári. Meðal þeirra breytinga sem frumvarpið leggur til eru afnám takmörkunarsvæða, fjöldatakmarkana atvinnuleyfa og skyldu leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Þá kæmu kröfur til þeirra sem hyggjast starfa við akstur leigubifreiða til með að breytast.Tvær tegundir leyfa Frumvarpið gerir ráð fyrir tvenns konar leyfum sem tengjast leigubílaakstri, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins: „Atvinnuleyfi mun veita réttindi til að aka leigubifreið í eigu rekstrarleyfishafa í atvinnuskyni, rekstrarleyfi mun veita réttindi til að reka eina leigubifreið sem er í eigu rekstrarleyfishafa eða skráð undir umráðum hans og aka til að aka henni í atvinnuskyni.“ Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að leyfilegt verði að aka án þess að stuðst sé við gjaldmæli, að því gefnu að fyrir fram verið samið um heildarverð fyrir ekna ferð. Hægt verði að greina á milli leigubifreiða með eða án gjaldmælis út frá mismunandi merkingum þeirra. Núverandi lög um leigubifreiðar hafa verið í gildi frá árinu 2001. Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Drög að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar hér á landi hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frumvarpið er samið í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og er meðal annars ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt samningum evrópska efnahagssvæðisins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að frumvarpið byggi að mestu á tillögum starfshóps um endurskoðun regluverks um leigubifreiðaakstur sem skipaður var síðla árs 2017 og skilaði tillögunum af sér í formi skýrslu í mars á síðasta ári. Meðal þeirra breytinga sem frumvarpið leggur til eru afnám takmörkunarsvæða, fjöldatakmarkana atvinnuleyfa og skyldu leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Þá kæmu kröfur til þeirra sem hyggjast starfa við akstur leigubifreiða til með að breytast.Tvær tegundir leyfa Frumvarpið gerir ráð fyrir tvenns konar leyfum sem tengjast leigubílaakstri, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins: „Atvinnuleyfi mun veita réttindi til að aka leigubifreið í eigu rekstrarleyfishafa í atvinnuskyni, rekstrarleyfi mun veita réttindi til að reka eina leigubifreið sem er í eigu rekstrarleyfishafa eða skráð undir umráðum hans og aka til að aka henni í atvinnuskyni.“ Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að leyfilegt verði að aka án þess að stuðst sé við gjaldmæli, að því gefnu að fyrir fram verið samið um heildarverð fyrir ekna ferð. Hægt verði að greina á milli leigubifreiða með eða án gjaldmælis út frá mismunandi merkingum þeirra. Núverandi lög um leigubifreiðar hafa verið í gildi frá árinu 2001.
Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira