Fjölskylda Gísla Þórs heyrði fyrst í dag af 40 mínútna bið sjúkraflutningamanna Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 18:45 Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í rúmlega 30 kílómetra fjarlægð frá Mehamn. Vísir/Gvendur Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram. Manndráp í Mehamn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram.
Manndráp í Mehamn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira