Listamenn vilja koma börnum í skákferð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 11. maí 2019 08:15 Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira