„Lygilegri sveifla en orð fá lýst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 07:40 Hitakort veðurstofunnar fyrir næstkomandi lítur ansi vel út eftir kuldann síðustu daga. veðurstofa íslands Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu. Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu.
Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira