Ríma-búið-bless Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. maí 2019 20:30 Áður fyrr tjáði fólk sig í ástarbréfum og ljóðum en í dag sendum við kosskarl eða hjarta. Fyrr á öldum þegar menn voru þjakaðir af ást og þrá var ekki hægt að grípa í símann og senda eitt hjarta eða kosskarl á ástina sína eins og við gerum í dag. Oft liðu vikur og mánuðir þar sem fólk var aðskilið og varla í neinum samskiptum að ráði. Fólk tjáði sig með ástarbréfum og ljóðum sem voru rituð með mikilli tilfinningu þar sem hvert orð var vel valið. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort fjarlægðin og þráin á þessum tímum hafi gert fólk staðfastara í ástinni. Þá var ekki þessi mikla nálægð við allt og alla og ekki þessi hraði. Í dag höfum við allavega 8 snjallforrit til að nálgast manneskjuna sem við erum í sambandi við og hikum ekki við að senda skilaboð, hvar sem er og hvenær sem er.Er tími rómantíkur og þrár eins og við þekkjum úr gömlu ljóðunum liðinn? Eitt frægasta ástarljóð Íslands er án efa Vísur Vatnsenda-Rósu. Margt bendir til þess að hún hafi átt í ástarsambandi við Pál Melsteð amtmann en hún var ráðskona hjá honum ung að árum. Sögur segja að hún hafi ekki vitað að hann hafi verið giftur fyrr en hún færði honum kaffi í rúmið einn morguninn og lá þá kona hans við hliðina á honum. Telja margir að ljóðið sé ort til Páls þó að það sé ekki vitað með vissu. Segjum sem svo að Vatnsenda-Rósa og Páll væru uppi árið 2019. Segjum líka sem svo að þau ættu í ástarsambandi og hún hafi komist að því í gegnum samfélagsmiðla að Páll væri giftur. Gefum okkur það svo að Páll hafi „seenað“ hana á Facebook, hún orðið buguð af sorg en ekki getað hætt að senda á hann skilaboð. Hvernig hefði þá ljóðið fræga hljómað? Augun þín og alltaf seen Ertu hættur að reyna? Geggjað fit Ó sendu á mitt Snap af.... þú veist hvað ég meina! Tengdar fréttir Ertu að ganga í gegnum sambandsslit? 15 ólíkar break-up tilvitnanir sem vonandi fá fólk til að brosa í gegnum tárin. 29. maí 2019 16:30 Bone-orðin 10: Aron Bergmann vill fyndni en ekki frekju Aroni Bergmann er margt til lista lagt en hann hefur starfað í auglýsingageiranum í mörg ár og er núna að vinna sem leikmyndahönnuður, teiknari og hugmyndasmiður. Makamál spurðu Aron hver væru hans tíu bone-orð. 28. maí 2019 13:00 Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Lögmaðurinn, fasteignasalinn og ævintýramaðurinn Heimir F. Hallgrímsson er Einhleypa vikunnar. 28. maí 2019 09:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Fyrr á öldum þegar menn voru þjakaðir af ást og þrá var ekki hægt að grípa í símann og senda eitt hjarta eða kosskarl á ástina sína eins og við gerum í dag. Oft liðu vikur og mánuðir þar sem fólk var aðskilið og varla í neinum samskiptum að ráði. Fólk tjáði sig með ástarbréfum og ljóðum sem voru rituð með mikilli tilfinningu þar sem hvert orð var vel valið. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort fjarlægðin og þráin á þessum tímum hafi gert fólk staðfastara í ástinni. Þá var ekki þessi mikla nálægð við allt og alla og ekki þessi hraði. Í dag höfum við allavega 8 snjallforrit til að nálgast manneskjuna sem við erum í sambandi við og hikum ekki við að senda skilaboð, hvar sem er og hvenær sem er.Er tími rómantíkur og þrár eins og við þekkjum úr gömlu ljóðunum liðinn? Eitt frægasta ástarljóð Íslands er án efa Vísur Vatnsenda-Rósu. Margt bendir til þess að hún hafi átt í ástarsambandi við Pál Melsteð amtmann en hún var ráðskona hjá honum ung að árum. Sögur segja að hún hafi ekki vitað að hann hafi verið giftur fyrr en hún færði honum kaffi í rúmið einn morguninn og lá þá kona hans við hliðina á honum. Telja margir að ljóðið sé ort til Páls þó að það sé ekki vitað með vissu. Segjum sem svo að Vatnsenda-Rósa og Páll væru uppi árið 2019. Segjum líka sem svo að þau ættu í ástarsambandi og hún hafi komist að því í gegnum samfélagsmiðla að Páll væri giftur. Gefum okkur það svo að Páll hafi „seenað“ hana á Facebook, hún orðið buguð af sorg en ekki getað hætt að senda á hann skilaboð. Hvernig hefði þá ljóðið fræga hljómað? Augun þín og alltaf seen Ertu hættur að reyna? Geggjað fit Ó sendu á mitt Snap af.... þú veist hvað ég meina!
Tengdar fréttir Ertu að ganga í gegnum sambandsslit? 15 ólíkar break-up tilvitnanir sem vonandi fá fólk til að brosa í gegnum tárin. 29. maí 2019 16:30 Bone-orðin 10: Aron Bergmann vill fyndni en ekki frekju Aroni Bergmann er margt til lista lagt en hann hefur starfað í auglýsingageiranum í mörg ár og er núna að vinna sem leikmyndahönnuður, teiknari og hugmyndasmiður. Makamál spurðu Aron hver væru hans tíu bone-orð. 28. maí 2019 13:00 Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Lögmaðurinn, fasteignasalinn og ævintýramaðurinn Heimir F. Hallgrímsson er Einhleypa vikunnar. 28. maí 2019 09:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ertu að ganga í gegnum sambandsslit? 15 ólíkar break-up tilvitnanir sem vonandi fá fólk til að brosa í gegnum tárin. 29. maí 2019 16:30
Bone-orðin 10: Aron Bergmann vill fyndni en ekki frekju Aroni Bergmann er margt til lista lagt en hann hefur starfað í auglýsingageiranum í mörg ár og er núna að vinna sem leikmyndahönnuður, teiknari og hugmyndasmiður. Makamál spurðu Aron hver væru hans tíu bone-orð. 28. maí 2019 13:00
Einhleypan: Hver er Heimir Hallgrímsson? Lögmaðurinn, fasteignasalinn og ævintýramaðurinn Heimir F. Hallgrímsson er Einhleypa vikunnar. 28. maí 2019 09:00