Það er ekki óalgengt að sjá breytingu á hegðun fólks á samfélagsmiðlum þegar það gengur í gegnum sambandsslit en oft verða „selfies“ og tilvitnanir meira áberandi meðal þess efnis sem fólk dreifir á vini sína.
Sumar tilvitnanir geta verið mjög hughreystandi á meðan aðrar eru kaldhæðnar og kómískar. Þannig fær fólk smá útrás og líður jafnvel aðeins betur.
Makamál tóku saman lista yfir 15 ólíkar break-up tilvitnanir sem vonandi fá fólk til að brosa í gegnum tárin.













