„Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2019 10:56 Magga Stína gerði grein fyrir kröfum leigjenda og miðlaði af eigin reynslu. Vísir/vilhelm Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína. Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir að á leigumarkaðnum ríki með öllu ótækt ástand. Í krafti botnlausrar gróðahyggju sé nú litið á húsnæði sem söluvöru en ekki grundvallarmannréttindi. Í dag séu leiguíbúðir skiptimynt á markaði. Hún segir að það sé afar brýnt að allir geri sér grein fyrir því að húsnæðismál séu velferðarmál. Þetta sagði Margrét Kristín, sem er betur þekkt sem Magga Stína, á Leigudeginum, samráðsfundi, sem félagsmálaráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu að og fór fram á Hilton Reykjavík Nordica. Blásið var til fundarins í tilefni af fyrirhuguðum breytingum á húsaleigulögum á komandi löggjafarþingi í tengslum við hina svo kölluðu lífskjarasamninga. Magga Stína segir að samtökin leggi mikla áherslu á leiguþak. Það sé krafa sem stjórnvöld verði að taka mjög alvarlega.Gera aldrei ráð fyrir því að mega búa lengi á sama stað „Að það sé einhvers konar siðferðisvitund sem er höfð í hávegum þegar húsnæðisverð er annars vegar,“ segir Magga Stína í framsöguerindi sínu. Þá segir hún að leiguverð eigi ekki að vera hærra en sem nemur 1/5 af heildartekjum heimilisins. Mikill fjöldi fólks borgi 60-100% af heildartekjum í leigu. „Það er bara eitthvað mikið rangt“. Magga Stína segir að Íbúðalánasjóður líti á Svíþjóð sem fyrirmynd í leigumálum. Í Svíþjóð séu Samtök leigjenda á meðal virtustu og öflugustu samtaka landsins sem gæta að því allt sé reglum samkvæmt. Þá sé gætt að réttindum allra hlutaðeigandi; leigjenda og leigusala.Leigjendur fjölmenntu á samráðsfundinn.Vísir/vilhelm„Húsnæðisöryggi fólks er grundvallaratriði tilveru okkar og barnanna okkar. Það hvílir á því hvar við búum og að við þurfum ekki að flytja okkur um set.“ Í dag sé staðan á leigumarkaði þannig að leigjendur gangi að því vísu að þurfa að flytja oft. „Maður gerir aldrei ráð fyrir því að maður fái að búa á sama stað lengi“. Magga Stína rifjar upp atvik í erindi sínu þegar leigusalanum hennar fannst hún hafa of hátt. Hann hafi bankað upp á hjá henni og misst stjórn á skapi sínu. Barnið hennar Möggu Stínu stóð í dyragættinni og varð vitni að látunum. Magga Stína lýsir viðbrögðum barnsins þegar leigusalinn var farinn. „Þurfum við þá aftur að flytja mamma?“Brýnt að efla og styrkja Samtök leigjenda Magga Stína segir að það sé afar mikilvægt að efla og styrkja Samtök leigjenda og hefja þau til vegs og virðingar líkt og er gert í Svíþjóð. Þannig séu þau betur í stakk búin til að gæta réttinda leigjenda. „Eins og staðan er í dag höfum við ekki mikil tök á því. Það er enginn starfsmaður, það er ekkert húsnæði. Við erum bara nokkur sem hittumst á kaffihúsum og töpum okkur við hvert annað,“ segir Magga Stína.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. 2. maí 2019 10:46