Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 23:05 Teva Pharmaceuticals borgaði sáttagjald til að mæta ekki fyrir dóm á þriðjudag. Getty/Adam Reynolds Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira