Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 23:05 Teva Pharmaceuticals borgaði sáttagjald til að mæta ekki fyrir dóm á þriðjudag. Getty/Adam Reynolds Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Fyrirtæki sem tengd voru lyfjafyrirtækinu Teva, sem hefur aðsetur í Ísrael, voru sögð ábyrg fyrir faraldri dauðsfalla sem tengd voru lyfjaávísunum ópíóða af ríkinu. Neyðarástandið sem ópíóðar hafa valdið olli 48 þúsund dauðsföllum vegna inntöku of hárra skammta í Bandaríkjunum árið 2017. Saksóknarar í Oklahoma hafa ásakað lyfjarisana um að hafa notað rangar upplýsingar í markaðssetningu lyfsins sem olli þúsunda ofskammta og dauðsfalla. Með því að greiða sáttagjaldið sem Oklahoma fylki krafði amerísku fyrirtækin sex, sem eru öll í eigu Teva, um kemur fyrirtækið í veg fyrir að þurfa að mæta fyrir dóm á þriðjudag, þegar einkadómsmálið (e. Civil suit) átti að byrja. Margir einstaklingar sem hafa misst nákomna vegna faraldsins höfðu beðið í ofvæni eftir því að málið yrði tekið fyrir. Í tilkynningu sagði fyrirtækið: „Sáttagreiðslan sannar ekki að fyrirtækið hafi gert nokkuð rangt; Teva hefur ekki ýtt undir misnotkun ópíóða í Oklahoma á neinn hátt.“ OxyContin, sem er með þekktari ópíóðalyfjum.getty/Darren McCollesterAllir í Oklahoma hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum ópíóða Teva er aðeins annað stórfyrirtækið til að borga sáttagjöld í málinu. Hið fyrsta, Purdue Pharma, sem framleiðir verkjalyfið OxyContin, greiddi Oklahoma tæpa 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Samkvæmt Mike Hunter, ríkissaksóknara, gæti tekið allt að tvær vikur að semja skilyrðin sem fylgja munu sáttagerð Teva, en fjármagninu mun vera varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Johnson & Johnson er eina fyrirtækið sem hefur ekki tilkynnt sáttagerð í málinu og mun því mæta fyrir dómstól á þriðjudag. Hunter sagði að tilkynningin um sáttagerðina sé „vitnisburður um hinar óteljanlegu klukkustundir sem lögmannateymi ríkisins hefur varið í að undirbúa réttarhöldin.“ Hann hrósaði lögmannateyminu fyrir „staðfestu sína til að gera sakborningana ábyrga fyrir skaðanum sem ofskammtar ópíóða og fíkn á þeim hafa leitt af sér.“ „Nánast allir íbúar Oklahoma hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þessa dauðafaralds og við hlökkum til þriðjudagsins, þar sem við munum sanna fyrir rétti að Johnson & Johnson ber ábyrgð á honum,“ bætti Hunter við. Oklahoma heldur því fram að lyfjarisarnir hafi valdið skaða sem gæti kostað allt að 2.170 milljarða íslenskra króna að laga.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira