Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2019 21:00 Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson. Kína Orkumál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira
Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson.
Kína Orkumál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Sjá meira