Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 16:30 Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. Paramount Þegar bandaríska kvikmyndaverið Paramount frumsýndi stiklu úr myndinni Sonic the Hedgehog urðu aðdáendur þessarar tölvuleikjahetju æfir vegna mennskra tannanna sem karakterinn skartaði. Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar. Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári. Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur. Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þegar bandaríska kvikmyndaverið Paramount frumsýndi stiklu úr myndinni Sonic the Hedgehog urðu aðdáendur þessarar tölvuleikjahetju æfir vegna mennskra tannanna sem karakterinn skartaði. Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar. Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári. Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur. Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein