„Ég hef aldrei verið jafn vel inni í þessu máli og akkúrat núna“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 21. maí 2019 20:14 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Þingmenn stigu hátt í þrjú hundruð sinnum í pontu í gærkvöldi og í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann. Þar af voru Miðflokksmenn með yfir 250 ræður. Formaður Miðflokksins segist aldrei hafa verið jafnvel upplýstur um málið og nú, eftir ræður félaga sinna. Formaður utanríkismálanefndar segir hins vegar ekkert nýtt hafa komið fram í ræðum Miðflokksmanna. Í morgun var þingfundi í annað sinn í vikunni slitið um klukkan sex að morgni þar sem síðari umræða um þriðja orkupakkann dróst langt fram eftir nóttu. Í nótt stigu þingmenn alls 287 sinnum í pontu og þar af töluðu þingmenn Miðflokksins 251 sinni. Þingmenn Miðflokksins voru nær einir á mælendaskrá og veittu þeir hver öðrum andsvar. Gerðu þingmenn Miðflokksins þó athugasemd við að fundur væri ganga svo lengi í stað þess að umræðum væri frestað til morguns, til dæmis Bergþór Ólason. Síðari umræðu var framhaldið í dag og voru þingmenn Miðflokksins einir á mælendaskrá. Í umræðum um störf þingsins í dag sagði Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málþóf sem þetta væri nær einsdæmi í þjóðþingum og hvatti forseta alþingis til að nýta 71. Grein þingskaparlaga, sem gefur honum heimild til að takmarka ræðutíma þingmanna. „Það að nokkrir þingmenn geti hér haldið uppi umræðum, farið í andsvör, eða leyfið mér frekar að segja meðsvör með sjálfum sér, þar sem þeir halda uppi innantómu síendurteknu hjákátlegu sjálfshóli er engum til sóma.“ Umræður um þriðja orkupakkann stóðu enn yfir á sjöunda tímanum í kvöld þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við í Alþingishúsinu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/VilhelmÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að umræður Miðflokksmanna muni riðla dagskrá þingsins og mögulega lengja það inn í sumarið.Er þetta málþóf?„Já, þetta er málþóf,“ sagði Áslaug Arna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var vongóður um að málinu verði vísað aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. „Og fá þá undanþágur, raunverulegur undanþágur þar, telji menn sig geta fengið þær eins og mér heyrist stjórnarliðar telja að eigi að vera hægt. Í millitíðinni er mikilvægt að ræða þetta mál, bæði fyrir okkur í þinginu og ég vona að sem flestir stjórnarliðar fylgist með, en líka fyrir almenning, að hann vonandi fái tækifæri til að kynna sér út á hvað þetta raunverulega gengur.“En eru þetta ekki sjónarmið sem hafa öll komið fram?„Nei, alls ekki og ég get sagt fyrir sjálfan mig að margar af ræðum félaga minna í Miðflokknum hafa verið mjög upplýsandi fyrir mig. Þannig að ég hef aldrei verið jafnvel inni í þessu máli og akkúrat núna.“ Áslaug Arna gaf þó lítið fyrir svar Sigmundar um að þingmenn Miðflokksins hafi verið að bera á borð nýjar upplýsingar um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekkert nýtt komið fram í samtölum Miðflokksmanna sín á milli og það er alveg ljóst að það hefur verið svarað öllum þeim spurningum sem hafa vaknað og við höfum unnið málið vel.“ Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. 16. maí 2019 06:11 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. 21. maí 2019 01:29 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þingmenn stigu hátt í þrjú hundruð sinnum í pontu í gærkvöldi og í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann. Þar af voru Miðflokksmenn með yfir 250 ræður. Formaður Miðflokksins segist aldrei hafa verið jafnvel upplýstur um málið og nú, eftir ræður félaga sinna. Formaður utanríkismálanefndar segir hins vegar ekkert nýtt hafa komið fram í ræðum Miðflokksmanna. Í morgun var þingfundi í annað sinn í vikunni slitið um klukkan sex að morgni þar sem síðari umræða um þriðja orkupakkann dróst langt fram eftir nóttu. Í nótt stigu þingmenn alls 287 sinnum í pontu og þar af töluðu þingmenn Miðflokksins 251 sinni. Þingmenn Miðflokksins voru nær einir á mælendaskrá og veittu þeir hver öðrum andsvar. Gerðu þingmenn Miðflokksins þó athugasemd við að fundur væri ganga svo lengi í stað þess að umræðum væri frestað til morguns, til dæmis Bergþór Ólason. Síðari umræðu var framhaldið í dag og voru þingmenn Miðflokksins einir á mælendaskrá. Í umræðum um störf þingsins í dag sagði Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málþóf sem þetta væri nær einsdæmi í þjóðþingum og hvatti forseta alþingis til að nýta 71. Grein þingskaparlaga, sem gefur honum heimild til að takmarka ræðutíma þingmanna. „Það að nokkrir þingmenn geti hér haldið uppi umræðum, farið í andsvör, eða leyfið mér frekar að segja meðsvör með sjálfum sér, þar sem þeir halda uppi innantómu síendurteknu hjákátlegu sjálfshóli er engum til sóma.“ Umræður um þriðja orkupakkann stóðu enn yfir á sjöunda tímanum í kvöld þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við í Alþingishúsinu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/VilhelmÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að umræður Miðflokksmanna muni riðla dagskrá þingsins og mögulega lengja það inn í sumarið.Er þetta málþóf?„Já, þetta er málþóf,“ sagði Áslaug Arna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var vongóður um að málinu verði vísað aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. „Og fá þá undanþágur, raunverulegur undanþágur þar, telji menn sig geta fengið þær eins og mér heyrist stjórnarliðar telja að eigi að vera hægt. Í millitíðinni er mikilvægt að ræða þetta mál, bæði fyrir okkur í þinginu og ég vona að sem flestir stjórnarliðar fylgist með, en líka fyrir almenning, að hann vonandi fái tækifæri til að kynna sér út á hvað þetta raunverulega gengur.“En eru þetta ekki sjónarmið sem hafa öll komið fram?„Nei, alls ekki og ég get sagt fyrir sjálfan mig að margar af ræðum félaga minna í Miðflokknum hafa verið mjög upplýsandi fyrir mig. Þannig að ég hef aldrei verið jafnvel inni í þessu máli og akkúrat núna.“ Áslaug Arna gaf þó lítið fyrir svar Sigmundar um að þingmenn Miðflokksins hafi verið að bera á borð nýjar upplýsingar um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekkert nýtt komið fram í samtölum Miðflokksmanna sín á milli og það er alveg ljóst að það hefur verið svarað öllum þeim spurningum sem hafa vaknað og við höfum unnið málið vel.“
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. 16. maí 2019 06:11 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. 21. maí 2019 01:29 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. 16. maí 2019 06:11
Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46
Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. 21. maí 2019 01:29