Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 10:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Æi, ég nenni ekki að tipla á tánum í kringum þetta. Ég spái því að í næstu kosningum fari flokkar eins og Miðflokkur og Flokkur fólksins í samkeppni um það hver er með digurbarkalegustu yfirlýsingar í garð EES-samningsins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem finnst fyllsta ástæða til að grípa til aðgerða gegn vafasömum áróðri, eins og hún kemst sjálf að orði. Þorgerður var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 en tilefnið var heilsíðuauglýsing sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem sjá mátti andlit 272 ungra einstaklinga undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju“. Fólkið í auglýsingunni er allt undir fertugu og spannar meirihluta hins pólitíska litrófs og er bæði flokksbundið og óflokksbundið. Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir að „úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri.Íslenskir „Steve-Bannonar“ að spretta upp „Ungt fólk sem er að minna okkur á að standa vaktina, ég hef ákveðnar áhyggjur af því að ákveðin aðferðarfræði sé að ná ákveðnum tökum á okkar samfélagi og mér finnst það vera vont. Ég hef kallað þetta „Bannon-væðingu.“ Við erum að upplifa því að það eru íslenskir „Steve-Bannonar“að spretta upp hér þar sem er beinlínis og markvisst verið að afvegaleiða umræðuna og verið að halda fram rangindum bara nógu lengi þannig að þú getir sáð þessum efasemdarfræjum hjá fólki á grunni ótta og svo framvegis,“ segir Þorgerður í viðtalinu. Þróunin í Brexit-málum og kjör Bandaríkjaforseta sé unga fólkinu víti til varnaðar en Þorgerður Katrín telur að það sé ástæðan fyrir því að unga fólkið hafi gripið til sinna ráða. „Unga fólkið er að minna okkur á að standa þessa vakt vegna þess að þau horfa til dæmis á EES-samninginn. Þetta er bara hluti af þeirra samfélagi í dag og hversdagslífi. Þau eru með greiðan aðgang að menntun annars staðar, geta gengið í vinnu annars staðar í Evrópu, búið þar sem þau kjósa og þau horfa bara á heiminn sem stærri og meiri,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við: „Unga fólk í auglýsingunni hér heima er að minna okkur á að við sem erum að taka risa ákvarðanir um framtíðarhagsmuni þjóðarinnar og ekki síst unga fólksins að við bara vöndum okkur og að við séum ekki að halda fram einhverjum hálfsannleik; vera með bullyrðingar út í eitt.“Auglýsingin birtist á opnu í Fréttablaðinu í gær.vísir/vilhelm„Bullyrðingar“ og hálfsannleikur einkennandi Þorgerður Katrín segir að þetta sé einkennandi fyrir umræðuna um þriðja orkupakkann. „Ég er algjörlega ósammála því sem Miðflokkurinn er að halda fram og það er búið að hrekja, ég sat bæði í utanríkismálanefnd og í atvinnuveganefnd, báðar nefndir sem fengu öll málin til sín og það var haldið gríðarlega vel utan um málið, sérstaklega í utanríkismálanefnd þar sem öllum sjónarmiðum var hleypt að. Þessar fullyrðingar um að við missum yfirráð yfir orkuauðlindunum og við verðum skylduð til að leggja sæstreng, þetta er allt í okkar höndum og þetta var marghrakið samt heldur þetta fólk áfram. Það er það sem mér finnst vera slæmt og þess vegna fagna ég því að fólk er svolítið að vakna til vitundar um það að við ætlum ekki að láta það sem gerðist í Bretlandi eða nú í Bandaríkjunum með Trump yfir okkur ganga. Það þarf að rísa upp og auka umræðuna um það sem er satt og rétt.“ Þorgerður Katrín segir að öfl sem ali á sundrungu og ótta skjóti nú rótum víða um heim. Hún telur þó að það sé ekki neinum til framdráttar að gera lítið úr fólki sem fari fram með ósannindi en á sama tíma sé ekki rétt að láta hjá líða að leiðrétta rangfærslur. „Við megum ekki tala yfir og segja nei, þið eruð vitleysingar og hálfvitar, það er ekki þannig en þetta er bara rangt og þetta getur haft svo hættulegar afleiðingar. Það er hættulegt að mínu mati, sérstaklega gagnvart hagsmunum ungs fólks fyrst að ég er komin hingað út af auglýsingunni, að fara þessa leið, þessa einangrunarhyggju, að minnka samstarf á milli þjóða, minnka samstarf, samvinnu, mannúð, mennsku, ræða það. Ég held að stærsta áskorun okkar samtíma, loftslagsmálin, við getum ekki gert það nema í samvinnu á milli þjóða. Það er enginn einn sem kemur með töfralausnina bara fyrir sitt land.“ „Nýja Þjóðfylking Íslands“ Þorgerður segir að lokum að henni hugnist ekki framtíðarsýn þeirra flokka sem grafa undan alþjóðasamstarfi og ali á ótta og sundrungu. „Við megum búast við því að daðrið við það að einangra okkur frekar – að fara frekar í tvíhliða samninga sem að mínu mati er ekki sérstaklega heppilegt fyrir Ísland sem þarf að vera í öflugu samstarfi víða – að það muni verða ofan á og mér fellur ekki vel þessi framtíðarsýn ákveðinna flokka sem ég horfi á sem hina nýju Þjóðfylkingu Íslands.“ Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Utanríkismál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. 21. maí 2019 01:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Æi, ég nenni ekki að tipla á tánum í kringum þetta. Ég spái því að í næstu kosningum fari flokkar eins og Miðflokkur og Flokkur fólksins í samkeppni um það hver er með digurbarkalegustu yfirlýsingar í garð EES-samningsins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem finnst fyllsta ástæða til að grípa til aðgerða gegn vafasömum áróðri, eins og hún kemst sjálf að orði. Þorgerður var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 en tilefnið var heilsíðuauglýsing sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem sjá mátti andlit 272 ungra einstaklinga undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju“. Fólkið í auglýsingunni er allt undir fertugu og spannar meirihluta hins pólitíska litrófs og er bæði flokksbundið og óflokksbundið. Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir að „úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri.Íslenskir „Steve-Bannonar“ að spretta upp „Ungt fólk sem er að minna okkur á að standa vaktina, ég hef ákveðnar áhyggjur af því að ákveðin aðferðarfræði sé að ná ákveðnum tökum á okkar samfélagi og mér finnst það vera vont. Ég hef kallað þetta „Bannon-væðingu.“ Við erum að upplifa því að það eru íslenskir „Steve-Bannonar“að spretta upp hér þar sem er beinlínis og markvisst verið að afvegaleiða umræðuna og verið að halda fram rangindum bara nógu lengi þannig að þú getir sáð þessum efasemdarfræjum hjá fólki á grunni ótta og svo framvegis,“ segir Þorgerður í viðtalinu. Þróunin í Brexit-málum og kjör Bandaríkjaforseta sé unga fólkinu víti til varnaðar en Þorgerður Katrín telur að það sé ástæðan fyrir því að unga fólkið hafi gripið til sinna ráða. „Unga fólkið er að minna okkur á að standa þessa vakt vegna þess að þau horfa til dæmis á EES-samninginn. Þetta er bara hluti af þeirra samfélagi í dag og hversdagslífi. Þau eru með greiðan aðgang að menntun annars staðar, geta gengið í vinnu annars staðar í Evrópu, búið þar sem þau kjósa og þau horfa bara á heiminn sem stærri og meiri,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við: „Unga fólk í auglýsingunni hér heima er að minna okkur á að við sem erum að taka risa ákvarðanir um framtíðarhagsmuni þjóðarinnar og ekki síst unga fólksins að við bara vöndum okkur og að við séum ekki að halda fram einhverjum hálfsannleik; vera með bullyrðingar út í eitt.“Auglýsingin birtist á opnu í Fréttablaðinu í gær.vísir/vilhelm„Bullyrðingar“ og hálfsannleikur einkennandi Þorgerður Katrín segir að þetta sé einkennandi fyrir umræðuna um þriðja orkupakkann. „Ég er algjörlega ósammála því sem Miðflokkurinn er að halda fram og það er búið að hrekja, ég sat bæði í utanríkismálanefnd og í atvinnuveganefnd, báðar nefndir sem fengu öll málin til sín og það var haldið gríðarlega vel utan um málið, sérstaklega í utanríkismálanefnd þar sem öllum sjónarmiðum var hleypt að. Þessar fullyrðingar um að við missum yfirráð yfir orkuauðlindunum og við verðum skylduð til að leggja sæstreng, þetta er allt í okkar höndum og þetta var marghrakið samt heldur þetta fólk áfram. Það er það sem mér finnst vera slæmt og þess vegna fagna ég því að fólk er svolítið að vakna til vitundar um það að við ætlum ekki að láta það sem gerðist í Bretlandi eða nú í Bandaríkjunum með Trump yfir okkur ganga. Það þarf að rísa upp og auka umræðuna um það sem er satt og rétt.“ Þorgerður Katrín segir að öfl sem ali á sundrungu og ótta skjóti nú rótum víða um heim. Hún telur þó að það sé ekki neinum til framdráttar að gera lítið úr fólki sem fari fram með ósannindi en á sama tíma sé ekki rétt að láta hjá líða að leiðrétta rangfærslur. „Við megum ekki tala yfir og segja nei, þið eruð vitleysingar og hálfvitar, það er ekki þannig en þetta er bara rangt og þetta getur haft svo hættulegar afleiðingar. Það er hættulegt að mínu mati, sérstaklega gagnvart hagsmunum ungs fólks fyrst að ég er komin hingað út af auglýsingunni, að fara þessa leið, þessa einangrunarhyggju, að minnka samstarf á milli þjóða, minnka samstarf, samvinnu, mannúð, mennsku, ræða það. Ég held að stærsta áskorun okkar samtíma, loftslagsmálin, við getum ekki gert það nema í samvinnu á milli þjóða. Það er enginn einn sem kemur með töfralausnina bara fyrir sitt land.“ „Nýja Þjóðfylking Íslands“ Þorgerður segir að lokum að henni hugnist ekki framtíðarsýn þeirra flokka sem grafa undan alþjóðasamstarfi og ali á ótta og sundrungu. „Við megum búast við því að daðrið við það að einangra okkur frekar – að fara frekar í tvíhliða samninga sem að mínu mati er ekki sérstaklega heppilegt fyrir Ísland sem þarf að vera í öflugu samstarfi víða – að það muni verða ofan á og mér fellur ekki vel þessi framtíðarsýn ákveðinna flokka sem ég horfi á sem hina nýju Þjóðfylkingu Íslands.“
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Utanríkismál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. 21. maí 2019 01:29 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00
Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. 21. maí 2019 01:29