Eins og ef Messi eða Ronaldo neituðu að taka þátt í HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 09:30 Ada Hegerberg kyssir Meistaradeildarbikarinn í Búdapest um helgina. Getty/Matthew Ashton Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira