Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni
Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.
The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG
— Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019
„Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag.
Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir.
„Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“