Píratar virðast vera á mikilli siglingu og mælast með 14 prósent fylgi í nýrri könnun MMR þar sem mældur var stuðningur við stjórnmálaflokka á þingi. Píratar mældust með 9,8 prósent fylgi í síðustu könnun sem framkvæmd var í byrjun síðasta mánaðar.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur og er fylgi hans nær óbreytt frá síðustu könnun, eða 21,5 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórnina jókst í mánuðinum mældist nú 45,5 prósent samanborið við 40,9 prósent í fyrri hluta maímánaðar.
„Fylgi Vinstri grænna mældist nú 14,1% og mældist 12,2% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 14,0% og mældist 9,8% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 12,5% og mældist 13,9% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,8% og mældist 11,8% í síðustu könnnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,7% og mældist 11,6% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,3% og mældist 8,4% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 6,4% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,4% og mældist 3,2% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt,“ segir í frétt á vef MMR.
Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 29. maí.
