Héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ystad er bær á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar. Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug. Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug.
Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira