Héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ystad er bær á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar. Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug. Svíþjóð Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug.
Svíþjóð Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira