Fyrstu viðbrögð við blekkingu Johnny Wayne var að slá verkefnið út af borðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 22:30 Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2 Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir morð í Flórída árið 2016, er ekki Íslendingur. Magni blekkti jafnt fjölmiðla sem sína nánustu en erfitt er að fullyrða hvers vegna hann þóttist vera frá Íslandi. Áhorfendum Stöðvar 2 brá í brún í þriðja og síðasta þætti Flórídafangans sem sýndur var í gærkvöldi þegar í ljós kom að umfjöllunarefnið, Magni Böðvar Þorvaldsson, var ekki vitund íslenskur. Íslenskir fjölmiðlar sýndu því mikinn áhuga á sínum tíma þegar Johnny Wayne Johnson lá undir grun og var síðar dæmdur fyrir morð á bandarískri konu. Kjartan Atli Kjartansson fór fyrir íslensku tökuliði og grennslaðist fyrir um afdrif hins íslenska Johnny Wayne Johnson sem afplánar tuttugu ár í fangelsi í Flórída. Þeir voru grunlausir um blekkingarleik Johnny Wayne. „Fyrstu viðbrögð voru bara þannig að maður trúði þessu ekki. Svo við sannreyndum þetta í hörgul. Vildum vita þetta alveg fyrir víst. Ganga alveg úr skugga um að hann væri ekki Íslendingur. Svo kom á daginn að hann hefði líklega ekki farið út fyrir Bandaríkin og ætti ekki vegabréf,“ segir Kjartan Atli. Í fyrstu hafi þeir velt fyrir sér að slá þáttinn út af borðinu. „Fyrst hugsar maður að þetta hefði getað verið góð sería. Nú er verkefnið búið. Svo fórum við að hugsa þetta dýpra. Kannski væri þetta eitt af þessum tvistum í seríunni að hann væri ekki Íslendingur eins og við héldum öll.“ Erfitt er að svara þeirri spurningu hvers vegna Magni þóttist vera Íslendingur. Kjartan Atli hefur sínar kenningar. „Að vera Íslendingur þá ertu aðeins frábrugðinn þeim sem þú umgengst. Þú færð mikla athygli. Við fundum það úti þegar við sögðum fólk að við værum Íslendingar að sumt fólk hreinlega faðmaði okkur. Fyrir einhverja er þetta eins og að hitta einhvern sem er fæddur í Disneylandi.“Kjartani Atla var heldur brugðið þegar kom á daginn að Magni væri alls ekki íslenskur.Stöð 2
Bíó og sjónvarp Flórídafanginn Tengdar fréttir Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ekki ein íslensk fruma í Flórídafanganum fræga Óvænt afhjúpun í lok þáttaraðarinnar um Flórídafangann. 3. júní 2019 11:19