Samdrátturinn dýpri en spáð hefur verið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júní 2019 06:30 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48