Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, spurði þá Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, hvort hann væri tengdur Strokki Energy þar sem hann væri skráður tengiliður á vefsíðu félagsins og notaði netfang Strokks sem ræðismaður Botsvana. Vildi hún einnig vita hvort hann væri tengdur öðrum orkufyrirtækjum.
Eyþór sagði spurningarnar til skammar. Verið væri að draga einstakling inn í gróusögur í stað þess að tala um það sem væri á dagskrá. Eyþór sagði að hann ætti ekkert í Strokki Energy og tengdist ekkert orkufyrirtækjum.
„Hef ég gert það? Já. Geri ég það núna? Nei.“
„Borgarstjóri er að skipuleggja Óðinstorg, dýrasta torg Reykjavíkursögunnar fyrir utan heimili sitt, síðan kemur Píratinn hérna upp með álpappírshattinn á hausnum? Þetta er komið út í rugl.“
