Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 19:00 Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný. Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný.
Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira