75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 17. júní 2019 07:00 Almenningi býðst að heimsækja Stjórnarráðshúsið í dag. FBL Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00