Leiðtogi umdeilds sértrúarsafnaðar látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 11:57 Hamilton-Byrne stofnaði Fjölskylduna á sjöunda áratug síðustu aldar. Getty Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína. Andlát Ástralía Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína.
Andlát Ástralía Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira