Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 12:30 Formaður Bændasamtaka Íslands segir mikilvægt að Matvælastofnun geri skimun sem þessa. Vísir/Getty Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts. Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts.
Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira