Áhrifavaldar nota vettvang kjarnorkuslyssins í sjálfsmyndatökur: „Hámark óvirðingarinnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:38 Höfundur sjónvarpsþáttanna Chernobyl fann sig knúinn til að skamma áhrifavalda fyrir virðingarleysi. Hinir svokölluðu áhrifavaldar á Instagram eru í auknum mæli farnir að leggja leið sína á vettvang kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, ekki aðeins til að virða fyrir sér aðstæður heldur einnig til að stilla sér upp fyrir myndatöku ýmist með bros á vör eða í ögrandi stellingum. Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernobyl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti hinna föllnu Sovétríkjanna, sem varð til þess að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið. Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir sjálfsmyndatökurnar. Framganga þeirra þykir afar ónærgætin í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir íbúa svæðisins árið 1986. Ætla má að Craig Mazin, höfundi þáttanna, hafi þótt nóg um því hann fann sig knúinn til að beina tilmælum til áhrifavaldanna. „Ef heimsækir, gerðu það þá fyrir mig að muna að miklar hörmungar áttu sér stað þarna,“ skrifaði Mazin sem bætti við að aukinn ferðamannastraumur á svæðinu væri jákvæður en virðing við hina látnu yrði að vera í fyrirrúmi.It's wonderful that #ChernobylHBO has inspired a wave of tourism to the Zone of Exclusion. But yes, I've seen the photos going around. If you visit, please remember that a terrible tragedy occurred there. Comport yourselves with respect for all who suffered and sacrificed. — Craig Mazin (@clmazin) June 11, 2019 Netverjum virðist hafa blöskrað sérstaklega framganga ungrar konu sem stillti sér upp á svæðinu í spilliefnabúningi. „Fólk lét lífið þarna með hræðilegum hætti – sýndu smá virðingu,“ segir einn netverjanna sem gagnrýndi uppátæki áhrifavaldsins. Þá skrifaði annar ummæli við ljósmyndina: „Hámark óvirðingarinnar“. View this post on Instagram-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer A post shared by @ nz.nik on Jun 6, 2019 at 7:32am PDT Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54 Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hinir svokölluðu áhrifavaldar á Instagram eru í auknum mæli farnir að leggja leið sína á vettvang kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, ekki aðeins til að virða fyrir sér aðstæður heldur einnig til að stilla sér upp fyrir myndatöku ýmist með bros á vör eða í ögrandi stellingum. Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernobyl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti hinna föllnu Sovétríkjanna, sem varð til þess að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið. Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir sjálfsmyndatökurnar. Framganga þeirra þykir afar ónærgætin í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir íbúa svæðisins árið 1986. Ætla má að Craig Mazin, höfundi þáttanna, hafi þótt nóg um því hann fann sig knúinn til að beina tilmælum til áhrifavaldanna. „Ef heimsækir, gerðu það þá fyrir mig að muna að miklar hörmungar áttu sér stað þarna,“ skrifaði Mazin sem bætti við að aukinn ferðamannastraumur á svæðinu væri jákvæður en virðing við hina látnu yrði að vera í fyrirrúmi.It's wonderful that #ChernobylHBO has inspired a wave of tourism to the Zone of Exclusion. But yes, I've seen the photos going around. If you visit, please remember that a terrible tragedy occurred there. Comport yourselves with respect for all who suffered and sacrificed. — Craig Mazin (@clmazin) June 11, 2019 Netverjum virðist hafa blöskrað sérstaklega framganga ungrar konu sem stillti sér upp á svæðinu í spilliefnabúningi. „Fólk lét lífið þarna með hræðilegum hætti – sýndu smá virðingu,“ segir einn netverjanna sem gagnrýndi uppátæki áhrifavaldsins. Þá skrifaði annar ummæli við ljósmyndina: „Hámark óvirðingarinnar“. View this post on Instagram-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer A post shared by @ nz.nik on Jun 6, 2019 at 7:32am PDT
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54 Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54
Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52