Facebook bítur ekki á agnið vegna gervimyndbands af Zuckerberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/skjáskot Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35
Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45