Íbúðir seljast í auknum mæli undir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 08:00 Þetta er nokkur breyting frá því sem var fyrir ári síðan þegar annars vegar 69% seldust undir ásettu verði og hins vegar 17% seldust á yfirverði. Vísir/Vilhelm Um 84% allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í apríl voru undir ásettu verði en um 10% seldust á hærra verði en á þær var sett. Þetta er nokkur breyting frá því sem var fyrir ári síðan þegar annars vegar 69% seldust undir ásettu verði og hins vegar 17% seldust á yfirverði. Frá þessu er greint í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Áfram virðist mikil eftirspurn eftir minni íbúðum. Það sem af er ári hafa 24% viðskipta með eins eða tveggja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu verið yfir ásettu verði, samanborið við aðeins 7% viðskipta með íbúðir sem eru fimm herbergja eða stærri. Þess má geta að minni íbúðir hafa ríflega tvöfaldast í verði á undanförnum áratug á meðan verð stærri eigna hefur hækkað um rúm 70%.Íbúðamarkaður á Vestfjörðum tekur við sér Húsnæðismarkaðurinn á Vestfjörðum er nokkuð frábrugðinn því sem þekkist annars staðar á landinu. Meðalaldur íbúða þar er hærri auk þess sem hlutfall einbýlishúsa er hátt. Viðskipti með íbúðir á svæðinu hafa tekið vel við sér að undanförnu eftir að hafa verið í dálítilli lægð og var árleg velta fasteigna hærri þar en á sambærilegum svæðum. Talsverð hækkun hefur einnig orðið á söluverði eigna á Vestfjörðum.88% leigjenda telja að þeir verði áfram á leigumarkaði Samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs og rannsóknafyrirtækisins Zenter telja 88% leigjenda líklegt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár en aðeins um 9% telja að þeir verði komnir af leigumarkaði. 16% þeirra sem búa enn í foreldrahúsum telja líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkað á næstu 6 mánuðum en í hópi húsnæðiseigenda er hlutfallið einungis 2%.Óverðtryggðir vextir hafa almennt lækkað Frá því að Seðlabanki Íslands tilkynnti vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í lok síðasta mánaðar hafa flestir þeir sem bjóða upp á óverðtryggð fasteignalán lækkað vaxtakjör sín, allt frá 0,15 til 0,7 prósentustigum. Dæmi voru um að lækkanirnar hafi verið komnar fram einni til tveimur vikum fyrir tilkynningu Seðlabankans um vaxtalækkun en margir markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um lækkun.Sótt um stofnframlög vegna 915 íbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur Þann 5. mars sl. var opnað fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar stofnframlaga ríkisins til almennra leiguíbúða. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um stofnframlög en nú og er heildarfjárhæð stofnframlaga ríkisins sem sótt er um rúmir 6 milljarðar króna. Sótt er um stofnframlög vegna 915 íbúða, þar af til byggingar á 619 íbúðum og kaupum á 296 íbúðum sem ætlaðar eru tekju- og eignaminni leigjendum, svo sem námsmönnum, öldruðum, fötluðum og skjólstæðingum félagsþjónustu sveitarfélaga. Húsnæðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Um 84% allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í apríl voru undir ásettu verði en um 10% seldust á hærra verði en á þær var sett. Þetta er nokkur breyting frá því sem var fyrir ári síðan þegar annars vegar 69% seldust undir ásettu verði og hins vegar 17% seldust á yfirverði. Frá þessu er greint í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Áfram virðist mikil eftirspurn eftir minni íbúðum. Það sem af er ári hafa 24% viðskipta með eins eða tveggja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu verið yfir ásettu verði, samanborið við aðeins 7% viðskipta með íbúðir sem eru fimm herbergja eða stærri. Þess má geta að minni íbúðir hafa ríflega tvöfaldast í verði á undanförnum áratug á meðan verð stærri eigna hefur hækkað um rúm 70%.Íbúðamarkaður á Vestfjörðum tekur við sér Húsnæðismarkaðurinn á Vestfjörðum er nokkuð frábrugðinn því sem þekkist annars staðar á landinu. Meðalaldur íbúða þar er hærri auk þess sem hlutfall einbýlishúsa er hátt. Viðskipti með íbúðir á svæðinu hafa tekið vel við sér að undanförnu eftir að hafa verið í dálítilli lægð og var árleg velta fasteigna hærri þar en á sambærilegum svæðum. Talsverð hækkun hefur einnig orðið á söluverði eigna á Vestfjörðum.88% leigjenda telja að þeir verði áfram á leigumarkaði Samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs og rannsóknafyrirtækisins Zenter telja 88% leigjenda líklegt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár en aðeins um 9% telja að þeir verði komnir af leigumarkaði. 16% þeirra sem búa enn í foreldrahúsum telja líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkað á næstu 6 mánuðum en í hópi húsnæðiseigenda er hlutfallið einungis 2%.Óverðtryggðir vextir hafa almennt lækkað Frá því að Seðlabanki Íslands tilkynnti vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í lok síðasta mánaðar hafa flestir þeir sem bjóða upp á óverðtryggð fasteignalán lækkað vaxtakjör sín, allt frá 0,15 til 0,7 prósentustigum. Dæmi voru um að lækkanirnar hafi verið komnar fram einni til tveimur vikum fyrir tilkynningu Seðlabankans um vaxtalækkun en margir markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um lækkun.Sótt um stofnframlög vegna 915 íbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur Þann 5. mars sl. var opnað fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar stofnframlaga ríkisins til almennra leiguíbúða. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um stofnframlög en nú og er heildarfjárhæð stofnframlaga ríkisins sem sótt er um rúmir 6 milljarðar króna. Sótt er um stofnframlög vegna 915 íbúða, þar af til byggingar á 619 íbúðum og kaupum á 296 íbúðum sem ætlaðar eru tekju- og eignaminni leigjendum, svo sem námsmönnum, öldruðum, fötluðum og skjólstæðingum félagsþjónustu sveitarfélaga.
Húsnæðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira