Þegar Rúnar Júlíusson hótaði að flytja burt úr Keflavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:00 Rúnar Júlíusson, einnig þekktur sem Rúnni Júl, var bassaleikari hljómsveitarinnar Hljóma. Hann var gallharður Keflvíkingur. Fréttablaðið/ Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“ Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“
Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira