Björn Bjarnason kallar eftir rökum frá Davíð Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 16:02 Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. Vísir/GVA Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir í pistli á vefsíðu sinni að Morgunblaðið hafi hvergi rökstutt þá fullyrðingu í leiðara blaðsins í gær að með þriðja orkupakkanum sé verið að flytja aukin yfirráð yfir orkumálum Íslendinga til ESB. Björn segir að hafi einhver yfirráð á þessu sviði verið flutt frá Íslandi til Evrópusambandsins hafi það verið gert með aðildinni að EES-samningnum árið 1994 eða breytingu á raforkulögunum 2003. Björn segir að ákvæði sem þá hafi verið leidd í lög séu útfærð nánar með innleiðingu þriðja orkupakkans þar sem mælt sé fyrir um aukið sjálfstæði Orkustofnunar til að tryggja að markaðssjónarmið ráði á íslenskum orkumarkaði. Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. Skrif Björns þykja athyglisverð fyrir þær sakir að hann og Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins voru nánir bandamenn til áratuga á vettvangi stjórnmálanna og sátu saman í ríkisstjórn um árabil en þeir voru báðir kjörnir fyrst á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1991. Alþingi hefur ekki enn samþykkt þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann en síðari umræðu um tillöguna var frestað fram í ágúst eftir á annað hundruð klukkustunda málþóf þingmanna Miðflokksins. Bæði Liechtenstein og Noregur hafa aflétt stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Beðið er eftir Íslandi svo gerðir pakkans öðlist gildi í EFTA/EES-ríkjunum þremur. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18 Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra segir í pistli á vefsíðu sinni að Morgunblaðið hafi hvergi rökstutt þá fullyrðingu í leiðara blaðsins í gær að með þriðja orkupakkanum sé verið að flytja aukin yfirráð yfir orkumálum Íslendinga til ESB. Björn segir að hafi einhver yfirráð á þessu sviði verið flutt frá Íslandi til Evrópusambandsins hafi það verið gert með aðildinni að EES-samningnum árið 1994 eða breytingu á raforkulögunum 2003. Björn segir að ákvæði sem þá hafi verið leidd í lög séu útfærð nánar með innleiðingu þriðja orkupakkans þar sem mælt sé fyrir um aukið sjálfstæði Orkustofnunar til að tryggja að markaðssjónarmið ráði á íslenskum orkumarkaði. Björn segir að Morgunblaðið skuldi lesendum sínum skýringu á valdaframsalinu sem það telur felast í þriðja orkupakkanum og sé forsenda andstöðu blaðsins við hann. Skrif Björns þykja athyglisverð fyrir þær sakir að hann og Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins voru nánir bandamenn til áratuga á vettvangi stjórnmálanna og sátu saman í ríkisstjórn um árabil en þeir voru báðir kjörnir fyrst á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1991. Alþingi hefur ekki enn samþykkt þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann en síðari umræðu um tillöguna var frestað fram í ágúst eftir á annað hundruð klukkustunda málþóf þingmanna Miðflokksins. Bæði Liechtenstein og Noregur hafa aflétt stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Beðið er eftir Íslandi svo gerðir pakkans öðlist gildi í EFTA/EES-ríkjunum þremur.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18 Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47
Gagnrýni Davíðs reynir á tilfinningar Sjálfstæðismanna Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir harða gagnrýni Davíðs Oddssonar á flokksforrystuna vera tilfinningalega erfiða fyrir marga flokksmenn. Þingmenn flokksins séu ósáttir við ritstjórnarskrif Davíðs þar sem magnaðar séu upp áhyggjur sem ekki skipta máli. Aðspurður um ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að birta ekki afmælisgrein flokksins í Morgunblaðinu segir hann að pirringur geti virkað í báðar áttir. 23. júní 2019 12:18
Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7. maí 2019 16:00