Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 17:58 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53