Þjálfari Kamerún þakkaði guði fyrir að hann hélt ró sinni: Þær neituðu aldrei að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 09:00 Gabrielle Aboudi Onguene, fyrirliði Kamerún, talar við Qin Liang dómara. Getty/Pier Marco Tacca Kamerún neitaði aldrei að halda leik áfram á móti Englandi í gær ef marka má orð þjálfara liðsins en hann hrósaði jafnframt liði sínu fyrir að sýna yfirvegun. Það eru þó ekki allir sammála þessu mati hans. Alain Djeumfa, þjálfari kamerúnska landsliðsins, hefur tjáð sig um uppákomurnar í leiknum við England í gær í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta. England vann leikinn 3-0 og komst áfram í átta liða úrslitin en stærsta fréttin var framkoma landsliðskvenna Kamerún í leiknum. Leikmenn Kamerún voru svo ósáttar við varsjána í tvígang að liðið virtist neita að halda leik áfram. Þær urðu líka uppvísar að því að hrinda dómara leiksins en kínverski dómarinn Qin Liang átti í miklum vandræðum með að fá þær kamerúnsku til að hlýða sér í leiknum. Þjálfari kamerúnska liðsins, Alain Djeumfa, mótmælti mikið til að byrja með en svo reyndi hann að fá leikmenn sína til að halda áfram þegar hann sá liðið sitt safnast saman í hring á miðjum vellinum."We didn't refuse to play!" Cameroon coach Alain Djeumfa has had his say. More https://t.co/KuzAlrdgff#ENGCMR#ENGCAM#ENG#CMR#Lionesses#Cameroonpic.twitter.com/Z3wCBWDeDc — BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2019Þær kamerúnsku urðu margar öskureiðar og þá sérstaklega þær sem VAR dómarnir höfðu bitnað á. Varnarmaðurinn sem gerði Ellen White réttstæða í öðru marki enska liðsins og Ajara Nchout sem skoraði markið sem var dæmt af í stöðunni 2-0 voru þannig báðar bálreiðar. Margir hafa gagnrýnt Kamerún fyrir framkomu sína sem þótti barnaleg og ófagmannleg. Leikmenn liðsins sluppu líka í þrígang við að fá beint rautt spjald í leiknum en í lokabrotinu leit út fyrir að dómarinn hafi valið gult spjald frekar en rautt svo að þær kamerúnsku gengu hreinlega ekki af velli. Alain Djeumfa talaði um óréttlæti í garð síns liðs í viðtali eftir leik: „Stundum kemur það fyrir þegar þú verður fyrir svona áfalli, að þú missir „kúlið“ en leikmennirnir mínir neituðu aldrei að halda leik áfram,“ sagði Djeumfa. „Það má vissulega segja það að við höfðum ástæðu til að ganga af velli en sem betur fer hélt ég ró minni. Þegar á reyndi þá hélt ég „kúlinu“ en það var mikil ástríða í mínu liði,“ sagði Djeumfa. „Það kemur fyrir að dómarar geri mistök en dómarinn gerði mjög mörg mistök í þessum leik,“ sagði Djeumfa."I'm not sure where to start. This game really did have everything. " It all went off in England v Cameroon! Get the lowdown https://t.co/pYiBGkMIaOpic.twitter.com/tnBQATxBGH — BBC Sport (@BBCSport) June 24, 2019„Því miður var markið tekið af okkur þegar við gátum helmingað forystuna þeirra. Ég trúi því að þessi leikur hefði endaði öðruvísi ef markið hefði fengið að standa,“ sagði Djeumfa. „Stelpurnar mínar misstu kannski svolítið stjórn á skapinu sínu. Ég tel samt að við eigum að taka hattinn ofan fyrir stelpunum fyrir það hvernig þær stóðu sig þrátt fyrir þessi dómaramistök,“ sagði Djeumfa. „Auðvitað er ég pirraður. Eins og ég sagði þá snýst fótbolti um háttvísi. Við sýndum háttvísi. Þetta er fótbolti,“ sagði Djeumfa.Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn.Getty/Pier Marco Tacca HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00 Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Kamerún neitaði aldrei að halda leik áfram á móti Englandi í gær ef marka má orð þjálfara liðsins en hann hrósaði jafnframt liði sínu fyrir að sýna yfirvegun. Það eru þó ekki allir sammála þessu mati hans. Alain Djeumfa, þjálfari kamerúnska landsliðsins, hefur tjáð sig um uppákomurnar í leiknum við England í gær í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta. England vann leikinn 3-0 og komst áfram í átta liða úrslitin en stærsta fréttin var framkoma landsliðskvenna Kamerún í leiknum. Leikmenn Kamerún voru svo ósáttar við varsjána í tvígang að liðið virtist neita að halda leik áfram. Þær urðu líka uppvísar að því að hrinda dómara leiksins en kínverski dómarinn Qin Liang átti í miklum vandræðum með að fá þær kamerúnsku til að hlýða sér í leiknum. Þjálfari kamerúnska liðsins, Alain Djeumfa, mótmælti mikið til að byrja með en svo reyndi hann að fá leikmenn sína til að halda áfram þegar hann sá liðið sitt safnast saman í hring á miðjum vellinum."We didn't refuse to play!" Cameroon coach Alain Djeumfa has had his say. More https://t.co/KuzAlrdgff#ENGCMR#ENGCAM#ENG#CMR#Lionesses#Cameroonpic.twitter.com/Z3wCBWDeDc — BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2019Þær kamerúnsku urðu margar öskureiðar og þá sérstaklega þær sem VAR dómarnir höfðu bitnað á. Varnarmaðurinn sem gerði Ellen White réttstæða í öðru marki enska liðsins og Ajara Nchout sem skoraði markið sem var dæmt af í stöðunni 2-0 voru þannig báðar bálreiðar. Margir hafa gagnrýnt Kamerún fyrir framkomu sína sem þótti barnaleg og ófagmannleg. Leikmenn liðsins sluppu líka í þrígang við að fá beint rautt spjald í leiknum en í lokabrotinu leit út fyrir að dómarinn hafi valið gult spjald frekar en rautt svo að þær kamerúnsku gengu hreinlega ekki af velli. Alain Djeumfa talaði um óréttlæti í garð síns liðs í viðtali eftir leik: „Stundum kemur það fyrir þegar þú verður fyrir svona áfalli, að þú missir „kúlið“ en leikmennirnir mínir neituðu aldrei að halda leik áfram,“ sagði Djeumfa. „Það má vissulega segja það að við höfðum ástæðu til að ganga af velli en sem betur fer hélt ég ró minni. Þegar á reyndi þá hélt ég „kúlinu“ en það var mikil ástríða í mínu liði,“ sagði Djeumfa. „Það kemur fyrir að dómarar geri mistök en dómarinn gerði mjög mörg mistök í þessum leik,“ sagði Djeumfa."I'm not sure where to start. This game really did have everything. " It all went off in England v Cameroon! Get the lowdown https://t.co/pYiBGkMIaOpic.twitter.com/tnBQATxBGH — BBC Sport (@BBCSport) June 24, 2019„Því miður var markið tekið af okkur þegar við gátum helmingað forystuna þeirra. Ég trúi því að þessi leikur hefði endaði öðruvísi ef markið hefði fengið að standa,“ sagði Djeumfa. „Stelpurnar mínar misstu kannski svolítið stjórn á skapinu sínu. Ég tel samt að við eigum að taka hattinn ofan fyrir stelpunum fyrir það hvernig þær stóðu sig þrátt fyrir þessi dómaramistök,“ sagði Djeumfa. „Auðvitað er ég pirraður. Eins og ég sagði þá snýst fótbolti um háttvísi. Við sýndum háttvísi. Þetta er fótbolti,“ sagði Djeumfa.Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn.Getty/Pier Marco Tacca
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00 Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30
Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00
Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21