Þingmaður í kröppum dansi eftir að hafa gripið í hnakkadramb mótmælanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:06 Mike Field þrýsti mótmælandanum upp að súlu áður en hann greip um háls konunnar og fylgdi henni út. Skjáskot Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira