Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni

Nýja metið fékk ekki að standa jafnlengi og það gamla, því rétt eins með Íslandsmetið í 100m hlaupi kvenna, var metið slegið örstuttu síðar en í dag mældist hiti í bænum Bad Kreuznach 38,°C samkvæmt þýsku veðurstofunni DWD.
Þýska veðurstofan segir að stuttu seinna hafi kvikasilfursmælir sýnt hitastig upp á 39,3°C en það hefur ekki verið sannreynt.
Hitinn hefur haft mikil áhrif á líf fólks á meginlandinu, þó ekki á íslensku methafana áðurnefndu sem settu metin einmitt í vikunni í hitabylgjunni í Þýskalandi.
Tengdar fréttir

Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar
Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag.

Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum
Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni.

Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa
Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra.

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi
Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi.

Rauð viðvörun vegna hitans
Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.

Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar
Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu.