Önnur vélin er af gerðinni Airbus A320 og flýgur undir merkjum lággjaldaflugfélagsins easyJet, á meðan hin er Boeing 737-800 og tilheyrir KLM, ríkisflugfélagi Hollands. Vélarnar voru báðar að bakka frá brottfararhliðum vallarins þegar þær rákust hvor á aðra.
Myndir teknar af farþegum vélanna virðast þá sýna að vængur easyJet-vélarinnar hafi verið kyrfilega fastur í jafnvægisútbúnaði á stéli hinnar hollensku.
#Captain how's your day going #KLM#EasyJet Ermmmmmm
Ooops? That should qualify for some delay compensation ? #flightdelay#Avgeek#Avgeekspic.twitter.com/zVQR8MlXzh
— Airline News (@PlanetsPlanes) July 9, 2019
Farþegi um borð í easyJet vélinni sagði í samtali við PA að við áreksturinn hafi skapast örlítill hristingur, en engin meiðsl hafi orðið á fólki.
Farþegar vélarinnar þurftu þá að bíða í á aðra klukkustund meðan unnið var að því að leysa málið. Farþegum KLM vélarinnar var hins vegar fljótt og örugglega komið um borð í aðra vél og héldu í ferð sína til Madríd.