Stúlkan sem hvatti kærasta sinn til sjálfsvígs vill fara með málið fyrir hæstarétt Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 11:08 Michelle Carter er 22 ára gömul í dag. Vísir/GEtty Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Árið 2017 var hin tvítuga Michelle Carter dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Á mánudag sendu lögmenn hennar inn beiðni þess efnis að málið yrði tekið fyrir hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hefði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of.Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Lögmenn Carter segja brotið á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður á um málfrelsi sem og fimmta viðaukanum um réttláta málsmeðferð. Málið sé fordæmalaust og því sé mikilvægt að málið sé flutt fyrir hæstarétti. „Michelle Carter olli ekki hörmulegum dauða Conrad Roy og hún ætti ekki að vera talin ábyrg fyrir sjálfsvígi hans,“ sagði Daniel Marx, lögmaður hennar, í yfirlýsingu sem send var út í gær. Hann segir dóminn vera skýrt brot á málfrelsi hennar og hafi skapað ágreining milli dómstóla um landið. Carter var dæmd í Massachusetts í Bandaríkjunum og segir í beiðni lögmanna hennar að ríkið sé það eina sem hafi dæmt manneskju til fangelsisvistar sem var ekki viðstödd andlátið og hafi einungis „hvatt aðra manneskju til þess að fremja sjálfsvíg með orðum sínum“. Afplánun Carter hófst í febrúar á þessu ári eftir að búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44
Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum. 16. júní 2017 15:35
Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12