Dregur sig úr forvali Demókrataflokksins Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 10:31 Eric Swalwell á blaðamannafundi í gær. Vísir/Getty Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55