Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 14:48 Nichole Leigh Mosty gagnrýnir spítalann fyrir að ýta undir staðalímyndir með auglýsingum sínum. Vísir Nichole Leigh Mosty, verkefnisstjóri hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og fyrrverandi þingmaður, gagnrýnir Landspítalann fyrir myndbirtingar með auglýsingum sínum um störf á Landspítalann. Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. Myndirnar birtust á Facebook-síðunni Störf á Landspítala í morgun. Á þriðja tímanum í dag var auglýsingin fjarlægð af Facebook-síðu Landspítalans. „Sem stjórnarmeðlimar og verkefnisstjóri hjá W.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi vil ég óska eftir svar frá Landspítali varðandi auglýsingar um störf og hvernig hægt er að ýta undir neikvæð staðalímynd varðandi konur af erlendum uppruna,“ segir Nicole. Hún segist hafa fengið ábendingar um auglýsingarnar tvær. Annars vegar eftir hjúkrunarfræðingi á kvennadeild og svo starfsmanni í eldhúsi. Hvítar íslenskar brosmildar konur óskist á kvenlækningadeild 21A og kona dökk á hörund með hárnet í eldhús. Nichole segir að konan sem myndin sé af í síðari auglýsingunni hafi aldrei gefið leyfi fyrir því að hennar andlit yrði notað í auglýsingunni. „Við óskum eftir því fyrir hennar hönd að mynd verður tekin niður og önnur hlutlaus mynd af starfinu verður sett í staðinn,“ segir Nichole. Það hefur nú verið gert. En fremur telji Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi að óþarfi sé að Landspítalinn ýti undir staðalímynd af konum af erlendum uppruna í láglauna störfum og íslenskum konum í fagstarfinu. Þau viti vel að faglærðir hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna starfi á spítalanum. Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, verkefnisstjóri hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og fyrrverandi þingmaður, gagnrýnir Landspítalann fyrir myndbirtingar með auglýsingum sínum um störf á Landspítalann. Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. Myndirnar birtust á Facebook-síðunni Störf á Landspítala í morgun. Á þriðja tímanum í dag var auglýsingin fjarlægð af Facebook-síðu Landspítalans. „Sem stjórnarmeðlimar og verkefnisstjóri hjá W.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi vil ég óska eftir svar frá Landspítali varðandi auglýsingar um störf og hvernig hægt er að ýta undir neikvæð staðalímynd varðandi konur af erlendum uppruna,“ segir Nicole. Hún segist hafa fengið ábendingar um auglýsingarnar tvær. Annars vegar eftir hjúkrunarfræðingi á kvennadeild og svo starfsmanni í eldhúsi. Hvítar íslenskar brosmildar konur óskist á kvenlækningadeild 21A og kona dökk á hörund með hárnet í eldhús. Nichole segir að konan sem myndin sé af í síðari auglýsingunni hafi aldrei gefið leyfi fyrir því að hennar andlit yrði notað í auglýsingunni. „Við óskum eftir því fyrir hennar hönd að mynd verður tekin niður og önnur hlutlaus mynd af starfinu verður sett í staðinn,“ segir Nichole. Það hefur nú verið gert. En fremur telji Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi að óþarfi sé að Landspítalinn ýti undir staðalímynd af konum af erlendum uppruna í láglauna störfum og íslenskum konum í fagstarfinu. Þau viti vel að faglærðir hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna starfi á spítalanum.
Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira