Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður hjá íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis, verður nýr þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar í vetur. Henry tekur við hlutverkinu af Tómasi Þór Þórðarsyni.
Sveinn Benedikt Rögnvaldsson verður framleiðandi þáttarins en hann hefur, eins og Henry, tæplega 20 ára reynslu af umfjöllun um íþróttir hjá Stöð 2 Sport og forverum stöðvarinnar.
Henry Birgir hefur mikla reynslu af umfjöllun um handbolta, bæði í efstu deildum hér innanlands en einnig hefur hann fylgt eftir íslenska karlalandsliðinu í handbolta á fjölda stórmóta síðustu 15 árin.
Sérfræðingateymi þáttarins verður kynnt síðar en nýtt tímabil í Olísdeild karla hefst 8. september. Olísdeild kvenna hefst 14. september.
Henry Birgir stýrir Seinni bylgjunni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
