Tónleikarnir eru haldnir undir yfirskriftinni Brasilísk serenada og munu Paulo og Hulda miðla sitthverju af tónlistarferli sínum á þeim. Paulo flytur eigin tónsmíðar auk bossa-nova laga eftir Tom Jobim og Hulda leikur suður-amerísk píanóverk. Einnig koma fram boðsgestirnir Hrönn Geirlaugsdóttir á fiðlu og Sigurður Flosason á saxófón.
Paulo Malaguti og Hulda Geirlaugsdóttir kynntust í Boston þar sem þau voru við nám í New England Conservatory of Music, Hulda í klassískum píanóleik og Paulo í jazz tónsmíðum. Við fæðingu fyrsta barnsins, Þórs, fluttust þau til Ríó de Janeiro.
Paulo hefur unnið bæði sem píanisti og kórstjóri og er auk þess meðlimur og útsetjari í rótgrónum dægurlagasöngsveitum í Ríó de Janeiro. Hulda náði doktorsgráðu í tónlist árið 2018 með ritgerð um 12 Hornavalsa fyrir píanó eftir brasilíska tónskáldið Francisco Mignone.
Lagalista kvöldsins má finna á heimasíðu Hannesarholts. Miðasala er við innganginn sem og á Tix.