Kyrrsetning á eignum fyrrum eiginkonu manns í Panamaskjölunum staðfest Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 21:00 Sigurður Gísli Björnsson hefur áður verið grunaður um stórfelld skattundanskot. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30
Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00
Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30
Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent