Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:00 Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33