Sendi nektarmyndir á vinkonu fyrrverandi kærustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 13:56 Hinn dæmdi bar að hann hefði hitt vinkonur kærustunnar á skemmtistað á Akureyri þar sem önnur hefði hrækt á hann. Í annað skiptið hefði verið sparkað í hann. Vinkonan þvertók fyrir slíka hegðun. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér. Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Karlmaður á Vesturlandi sendi vinkonum fyrrverandi unnustu sinnar myndir af henni sem sýndu brjóst hennar og kynfæri. Þetta viðurkenndi hann fyrir Héraðsdómi Vesturlands og uppskar sextíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir. Þá þarf hann að greiða unnustunni fyrrverandi 250 þúsund krónur í bætur en hún hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Það var í mars 2017 sem unnustan mætti með vinkonu sinni á lögreglustöð og tilkynnti að vinkonan hefði fengið sendar nektarmyndir af sér í gegnum Facebook messenger. Sá sem hefði sent væri fyrrverandi kærasti hennar. Þau hefðu verið par í tæp ár frá 2015 til 2016 og myndirnar hefðu verið teknar á þeim tíma. Hún hefði sjálf gert það, sent honum en svo beðið hann um að eyða þeim við sambandsslit. Ekki sást í andlit unnustunnar fyrrverandi á myndunum. Þær væru þó augljóslega af henni enda sæist í húðflúr sem hún væri með.Greindi frá hráku og sparki Karlmaðurinn sagði þau hafa verið í föstu sambandi í um þrjá mánuði. Hann kannaðist við að hafa sent myndirnar á vinkonuna eftir að sambandi hans og konunnar lauk. Hún hefði sjálf tekið myndirnar erlendis á upphafsstigum sambands þeirra og sent honum. Um ástæðu þess að hann hefði áframsent myndirnar mörgum mánuðum seinna sagði hann að nokkru fyrr hefði hann í tvígang rekist á tvær vinkonur unnustunnar fyrrverandi á skemmtistað. Þær hefðu viðhaft þau orð að hann hefði verið vondur við unnustuna fyrrverandi og ætti skilið að vera laminn. Í annað skiptið hefði önnur vinkonan sparkað í fótlegg hans eins og hún ætlaði að fella hann og labbaði svo í burtu. Í hitt skiptið hefði sama vinkona hrækt framan í hann og látið vel valin orð falla. Taldi hann umræddar árásir vera að undirlagi unnustunnar fyrrverandi. Hefði hann sent vinkonunni, sem hefði sparkað í hann og hrækt framan í hann, myndirnar og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði. Tilgangurinn hefði ekki verið að særa blygðunarkennd heldur að hindra frekara áreiti af hálfu vinkvennanna. Hann sagðist hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við unnustuna fyrrverandi til að fá hana til að láta vinkonurnar hætta að ráðast á hann.Óttaðist að myndirnar færu víða Konan sagðist hafa þekkt manninn frá því þau hefðu verið lítil. Þau hefðu svo verið í sambandi í nokkra mánuði. Eftir sambandsslitin hefðu samskipti á milli þeirra verið erfið og oft endað í rifrildi. Mánuðum síðar birtist svo vinkonan í heimsókn og sýndi henni myndirnar. Um var að ræða tvær eða þrjár myndir af henni nakinni. Hún hefði ekki átt nein samskipti við unnustan fyrrverandi dagana á undan. Þá hefði hún ekki gert neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hann næði í hana. Varðandi árásina, sem unnustinn fyrrverandi greindi frá af hendi vinkonu, sagði hún vinkonuna hafa sagt þeim frá hittingi niðri í bæ. Hún hefði viðurkennt leiðindi í hans garð en hún vissi þó ekkert um það mál að öðru leyti. Vinkonan þvertók fyrir að hafa sparkað í karlinn eða hrækt á hann. Sálfræðingur kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð um að konan sem myndirnar voru af hefði leitað til hennar vegna mikils kvíða, þunglyndis og óvissu um það hvort karlmaðurinn ætlaði að senda myndirnar á fleiri. Dómurinn mat sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, sem hæfilega refsingu en nánar má kynna sér dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum, hér.
Akureyri Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira