Blikar úr leik eftir tap í Vaduz Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 18:54 Höskuldur skoraði mark Breiðabliks. vísir/bára Breiðablik er úr leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-1 tap fyrir Vaduz á útivelli í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Leikurinn í kvöld var miklu opnari og skemmtilegri en sá fyrri í Kópavoginum. En þrátt fyrir ágæt færi beggja liða í fyrri hálfleik var staðan markalaus að honum loknum. Mohamed Coulibaly kom Vaduz yfir eftir hornspyrnu á 57. mínútu. Þrátt fyrir það þurftu Blikar aðeins eitt mark til að komast áfram. Staða þeirra versnaði til muna þegar Dominik Schwizer kom heimamönnum í 2-0 á 79. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Milan Gajic sem Gunnleifur Gunnleifsson varði. Thomas Mikkelsen fékk dauðafæri þremur mínútum seinna en skaut framhjá. Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn í 2-1 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en nær komust Blikar ekki. Evrópudeild UEFA
Breiðablik er úr leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-1 tap fyrir Vaduz á útivelli í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Leikurinn í kvöld var miklu opnari og skemmtilegri en sá fyrri í Kópavoginum. En þrátt fyrir ágæt færi beggja liða í fyrri hálfleik var staðan markalaus að honum loknum. Mohamed Coulibaly kom Vaduz yfir eftir hornspyrnu á 57. mínútu. Þrátt fyrir það þurftu Blikar aðeins eitt mark til að komast áfram. Staða þeirra versnaði til muna þegar Dominik Schwizer kom heimamönnum í 2-0 á 79. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Milan Gajic sem Gunnleifur Gunnleifsson varði. Thomas Mikkelsen fékk dauðafæri þremur mínútum seinna en skaut framhjá. Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn í 2-1 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en nær komust Blikar ekki.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti