Segir sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs ekki hagræðingaraðgerð Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 16:00 Sameiningin er fyrirhuguð frá næstu áramótum. Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun
Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira