Stjörnum prýdd söngleikjamynd með Taylor Swift í fararbroddi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 09:54 Taylor Swift er meðal þeirra fjölmörgu stjarna sem fer með hlutverk í myndinni. Vísir/Getty Væntanleg er ný söngleikjamynd af dýrari gerðinni. Öllu er til tjaldað í framleiðslu á væntanlegri kvikmynd byggðri á söngleiknum sívinsæla Cats. Í myndbandi sem kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Universal Studios birti á YouTube í gær er skyggnst á bak við tjöldin við framleiðslu myndarinnar, sem leikstýrt er af Tom Hooper. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að leikstjórn en meðal verka hans eru verðlaunamyndir á borð við The Danish Girl, Les Misérables, og The King‘s Speech.Þá er leikarahópurinn heldur ekkert slor, en með hlutverk í myndinni fer fríður hópur frægðarmenna. Þar er vert að nefna nöfn á borð við Taylor Swift, söngkonu og tekjuhæstu stjörnu síðustu tólf mánaða, spjallþáttastjórnandann James Corden, tónlistarfólkið Jennifer Hudson og Jason Derulo, auk leikaranna Judi Dench, Ian McKellen, Idris Elba og Rebel Wilson. Sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Í opinberri yfirlýsingu frá Universal segir að myndin komi til með að „endurskapa söngleikinn fyrir nýja kynslíð með stórkostlegri framleiðslu, nýjustu tækni, og dansstílum frá ballett til samtímadans, hip-hop til djass, götudansi til stepps.“ Samkvæmt vef IMDb kemur myndin í kvikmyndahús rétt fyrir næstu jól, 20. desember 2019. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Væntanleg er ný söngleikjamynd af dýrari gerðinni. Öllu er til tjaldað í framleiðslu á væntanlegri kvikmynd byggðri á söngleiknum sívinsæla Cats. Í myndbandi sem kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Universal Studios birti á YouTube í gær er skyggnst á bak við tjöldin við framleiðslu myndarinnar, sem leikstýrt er af Tom Hooper. Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að leikstjórn en meðal verka hans eru verðlaunamyndir á borð við The Danish Girl, Les Misérables, og The King‘s Speech.Þá er leikarahópurinn heldur ekkert slor, en með hlutverk í myndinni fer fríður hópur frægðarmenna. Þar er vert að nefna nöfn á borð við Taylor Swift, söngkonu og tekjuhæstu stjörnu síðustu tólf mánaða, spjallþáttastjórnandann James Corden, tónlistarfólkið Jennifer Hudson og Jason Derulo, auk leikaranna Judi Dench, Ian McKellen, Idris Elba og Rebel Wilson. Sannarlega valinn maður í hverju rúmi. Í opinberri yfirlýsingu frá Universal segir að myndin komi til með að „endurskapa söngleikinn fyrir nýja kynslíð með stórkostlegri framleiðslu, nýjustu tækni, og dansstílum frá ballett til samtímadans, hip-hop til djass, götudansi til stepps.“ Samkvæmt vef IMDb kemur myndin í kvikmyndahús rétt fyrir næstu jól, 20. desember 2019.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein