Heyrðu já! Það er satt, ég er komin með kærasta.Sá heppni heitir Benedikt Örn Árnason og það er óhætt að segja að amor hafi bankað allhressilega upp á hjá þessu fallega pari.
Við vorum saman í MH og mér fannst hann alltaf rosalega sætur. Hann er þremur árum eldri en ég og við rétt könnuðumst við hvort annað. Svo hittumst við fyrir tilviljun í bænum í byrjun sumars og byrjuðum fljótt að deita eftir það.
Þegar Makamál spurja hvort að hann hafi séð hana sem Einhleypuna á Vísi þá hlær hún og jánkar því en segir hún jafnfram að þau hafi verið byrjuð að hittast aðeins fyrir það.
