Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 07:15 Frá vettvangi slyssins í gær. EPA/SAMUEL PETTERSSON Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT. Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT.
Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent