Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 19:26 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alls 16 börn hafa greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann segir að enn gæti bæst í hópinn og að vitað sé um tilfelli erlendra ferðamanna sem veikst hafa í heimalöndum sínum eftir að hafa dvalið hér á landi. Þórólfur var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir hann ekkert benda til annars en að rekja megi öll tilfelli smitanna til sama staðar, Efstadal II í Bláskógabyggð. „Við könnum þetta svona faraldsfræðilega hjá hverju og einu barni, hvar það hefur verið, sérstaklega svona vikuna áður en það veiktist, við vitum sirka hvað það tekur langan tíma að veikjast. Þá kemur það í ljós að þau eiga öll sameiginlegt að hafa verið í Efstadal,“ segir Þórólfur og bætir við að öll eigi börnin sameiginlegt að hafa borðað ís sem framleiddur er á bænum. Hann segir rúman helming þeirra barna sem vitað er til að hafi smitast þá hafa klappað kálfum á bænum, en í kálfunum á Efstadal II hafa fundist sömu bakteríur og í börnunum. „Það er ljóst að bakteríurnar hafa einhvern veginn komist í börnin á meðan þau voru þarna og kemur ísinn mjög sterkur inn.“Aðgerðir virðast bera árangur Aðspurður hvort ekki hafi tekist að koma í veg fyrir fleiri smit frá því uppruni smitanna varð ljós segir Þórólfur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til virðist vera að bera árangur. „Það var gripið til aðgerða þarna upp frá þann 4. Júlí og við erum ekki búin að greina neitt barn enn þá sem að hefur verið í Efstadal eftir fjórða, þannig að ef að hins vegar við förum að fá einstaklinga með sýkingu sem hafa verið í Efstadal eftir fjórða þá er eitthvað sem er ekki að virka þarna upp frá,“ segir Þórólfur. Aðgerðirnar sem rætt er um segir Þórólfur til dæmis vera að allri ísframleiðslu á bænum var hætt. Þá hafi samgangur við nautgripi og kálfa verið stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. „Svo var hert á ölllum hreinlætisaðgerðum, handþvottur og hreinlætisaðgerðir sem að eru á staðnum og við vonumst til að þessar aðgerðir skili tilætluðum árangri.“ Fjögur börn lent verst í því Þórólfur segist ekki þora að fullyrða um langtímaáhrif sýkingarinnar á heilsu barnanna og segir að þau verði að fá að koma í ljós hjá hverju og einu barni. Hann segir fjögur börn hafa lent verst í því og fengið hemólýtískt úremískt heilkenni, en helstu einkenni þess eru nýrnabilun og fækkun á blóðflögum. „Það hafa fjögur af þessum sextán börnum greinst með þetta alvarlega form og vonandi verða þau ekki fleiri,“ segir Þórólfur. Dæmi um að ferðamenn hafi veikst eftir ferðir hingað til lands Þórólfur segir að á stöðum eins og í Efstadal II sé mikil umferð ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra. Dæmi séu um fólk sem óttast er að hafi smitast við heimsókn á bæinn og snúið aftur til síns heimalands. „Við höfum fengið tilkynningar um veika einstaklinga sem að á eftir að staðfesta hvort að gætu hugsanlega verið af völdum þessa sömu baktería,“ segir Þórolfur og bætir við að verið sé að skoða mál sem þessi í samvinnu við aðila erlendis frá. „Grunntónninn í þessu er hreinlæti, handþvottur og kannski þarf að setja nýjar reglur um svona staði, þar sem verið er að framleiða og framreiða mat í nánu samneyti við dýr. Þá getur þetta komið upp þó að sem betur fer sé það sjaldgæft.“ Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alls 16 börn hafa greinst með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann segir að enn gæti bæst í hópinn og að vitað sé um tilfelli erlendra ferðamanna sem veikst hafa í heimalöndum sínum eftir að hafa dvalið hér á landi. Þórólfur var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir hann ekkert benda til annars en að rekja megi öll tilfelli smitanna til sama staðar, Efstadal II í Bláskógabyggð. „Við könnum þetta svona faraldsfræðilega hjá hverju og einu barni, hvar það hefur verið, sérstaklega svona vikuna áður en það veiktist, við vitum sirka hvað það tekur langan tíma að veikjast. Þá kemur það í ljós að þau eiga öll sameiginlegt að hafa verið í Efstadal,“ segir Þórólfur og bætir við að öll eigi börnin sameiginlegt að hafa borðað ís sem framleiddur er á bænum. Hann segir rúman helming þeirra barna sem vitað er til að hafi smitast þá hafa klappað kálfum á bænum, en í kálfunum á Efstadal II hafa fundist sömu bakteríur og í börnunum. „Það er ljóst að bakteríurnar hafa einhvern veginn komist í börnin á meðan þau voru þarna og kemur ísinn mjög sterkur inn.“Aðgerðir virðast bera árangur Aðspurður hvort ekki hafi tekist að koma í veg fyrir fleiri smit frá því uppruni smitanna varð ljós segir Þórólfur að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til virðist vera að bera árangur. „Það var gripið til aðgerða þarna upp frá þann 4. Júlí og við erum ekki búin að greina neitt barn enn þá sem að hefur verið í Efstadal eftir fjórða, þannig að ef að hins vegar við förum að fá einstaklinga með sýkingu sem hafa verið í Efstadal eftir fjórða þá er eitthvað sem er ekki að virka þarna upp frá,“ segir Þórólfur. Aðgerðirnar sem rætt er um segir Þórólfur til dæmis vera að allri ísframleiðslu á bænum var hætt. Þá hafi samgangur við nautgripi og kálfa verið stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. „Svo var hert á ölllum hreinlætisaðgerðum, handþvottur og hreinlætisaðgerðir sem að eru á staðnum og við vonumst til að þessar aðgerðir skili tilætluðum árangri.“ Fjögur börn lent verst í því Þórólfur segist ekki þora að fullyrða um langtímaáhrif sýkingarinnar á heilsu barnanna og segir að þau verði að fá að koma í ljós hjá hverju og einu barni. Hann segir fjögur börn hafa lent verst í því og fengið hemólýtískt úremískt heilkenni, en helstu einkenni þess eru nýrnabilun og fækkun á blóðflögum. „Það hafa fjögur af þessum sextán börnum greinst með þetta alvarlega form og vonandi verða þau ekki fleiri,“ segir Þórólfur. Dæmi um að ferðamenn hafi veikst eftir ferðir hingað til lands Þórólfur segir að á stöðum eins og í Efstadal II sé mikil umferð ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra. Dæmi séu um fólk sem óttast er að hafi smitast við heimsókn á bæinn og snúið aftur til síns heimalands. „Við höfum fengið tilkynningar um veika einstaklinga sem að á eftir að staðfesta hvort að gætu hugsanlega verið af völdum þessa sömu baktería,“ segir Þórolfur og bætir við að verið sé að skoða mál sem þessi í samvinnu við aðila erlendis frá. „Grunntónninn í þessu er hreinlæti, handþvottur og kannski þarf að setja nýjar reglur um svona staði, þar sem verið er að framleiða og framreiða mat í nánu samneyti við dýr. Þá getur þetta komið upp þó að sem betur fer sé það sjaldgæft.“
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20
Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. 10. júlí 2019 12:15