Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2019 22:15 Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira